fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Íbúar Blönduóss slegnir vegna skotárásarinnar – „Ég trúði ekki að svona nokkuð gæti gerst hérna“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 11:00

Blönduós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Blönduósi eru að reyna að ná áttum eftir að hafa vaknað upp við þau hræðilegu tíðindi að skotárás hafi átt sér stað í bænum og afleiðingarnar væru þær að tveir væru látnir og einn særður. Um Íslendinga var að ræða sem búsettir eru á Blönduósi en fram hefur komið að árásarmaðurinn er meðal hinna látnu en tengsl voru milli fólksins.

Sjá einnig: Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi í nótt

Íbúi í nærliggjandi húsi segir í samtali við DV að bæjarbúar séu að reyna að ná áttum eftir þessi hræðilegu tíðindi. Árásin er sögð hafa átt sér stað milli klukkan fimm og sex í morgun en þrátt fyrir að búa skammt frá segir viðmælandinn að hann hafi orðið einskis var. „Ég varð ekki var við neitt í nótt og veit ekki til þess að nokkur hérna í nærliggjandi húsum hafi orðið var við skothljóð eða neitt því líkt. Maður heyrir bara af þessu þegar maður vaknar,“ segir maðurinn. Tíðindin hafi farið sem eldur um sinu um bæinn og íbúar séu hálfringlaðir. „Ég trúði ekki að svona nokkuð gæti gerst hérna,“ segir viðkomandi.

Upp­lýs­ing­ar um líðan þess særða liggja ekki fyr­ir en hann var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur. Þá voru einn eða fleiri handteknir á vettvangi en lögreglan veitir ekki neinar frekari upplýsingar um málið. Von er á tilkynningu síðar í dag.

Lögreglan á Norðurlandi eystra var kölluð til en lögum samkvæmt sér hún um rannsókn morðmála í umdæminu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“