fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Sérsveitin handtók tvo menn á Seyðisfirði um helgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 16:38

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk um helgina ábendingar þess efnis að sérsveit Lögreglustjóra ríkisins hefði tekið þátt í nokkuð harkalegum aðgerðum á Seyðisfirði um helgina. Voru sérsveitarmenn fluttir á staðinn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

DV hafði samband við Lögregluna á Austurlandi í morgun til að afla upplýsinga um málið en þá lágu þær ekki fyrir. Kl. 15:35 í dag brást lögreglan síðan við fyrirspurninni með tilkynningu á heimasíðu sinni. Er hún eftirfarandi:

„Vegna fyrirspurna um aðgerð lögreglunnar á Austurlandi laugardaginn 30. ágúst á Seyðisfirði.

Lögregla handtók tvo einstaklinga og haldlagði skotvopn. Einstaklingarnir voru látnir lausir úr varðhaldi stuttu síðar og er rannsókn málsins í gangi.

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í samræmi við verklag lögreglu, en grunur var um að vopn væru á vettvangi.

Sérsveitarmenn voru fluttir á Egilstaði með þyrlu fyrir aðgerðina og að lokinni aðgerð voru þeir fluttir frá Seyðisfirði með þyrlu. Þyrlan var flutningstæki og tók ekki þátt í aðgerðinni sjálfri.

Lögregla veitir ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku