fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Náinn bandamaður Pútíns birti mynd af framtíðarskipan Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 08:00

Kortin sem Medvedev birti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er orðinn brjálaður. Hann lætur klikkuð ummæli falla. Hann hatar Vesturlönd og þetta er allt saman í báli og brandi. Ég vil eiginlega kalla þetta ofurættjarðarást á sterum.“

Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur við Dansk Institut for Internationale Studier, um þá taktík sem Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, beitir þessar vikurnar.

Þessi taktík sést vel á tveimur landakortum sem Medvedev birti nýlega á Telegram. Landakortin sýna hluta Evrópu, austurhlutann og þar með Úkraínu. Á öðru kortinu er Úkraína sýnd eins og við þekkjum hana en fyrir neðan er kort af Úkraínu framtíðarinnar. Þar er landið miklu minna en nú, stærsti hlutinn er orðinn hluti af Rússlandi.

Kortin sem Medvedev birti. Eins og sést á neðri myndinni hefur Úkraína minnkað mikið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við myndirnar skrifar Medvedev að þær séu byggðar á „vestrænum greiningum“ og muni verða að raunveruleika.

Í samtali við B.T. sagðist Splidsboel ekki vera því sammála. „Hann skrifar vestrænar greiningar en eru þær raunverulegar? Það getur verið um greinendur að ræða sem þora ekki að koma upp úr kjallaranum. Þeir geta alltaf fundið einhverja til að vitna í. Þess utan tel ég þetta ekki raunhæft eins og er. Það er mjög erfitt að ná hernaðarmarkmiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu