fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Braust inn og kúkaði á gólfið – Gleymdi að það var að renna í baðkarið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 06:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot og rúðubrot í fyrirtæki í Árbæjarhverfi á kvöld- og næturvaktinni. Engu var stolið en sá sem þarna var á ferð hafði fundið sig knúinn til að hafa hægðir á gólfið áður en hann lét sig hverfa af vettvangi.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur aðilum sem voru með innkaupakerrur fullar af dósum í austurhluta borgarinnar. Þeir höfðu brotið læsingu á dósagámi sem Skátarnir eru með og tæmt hann. Lögreglan lagði hald á dósirnar og innkaupakerrurnar. Aðilarnir voru lausir að skýrslutöku lokinni.

Við Rauðavatn kom upp eldur í gróðri. Slökkvilið slökkti hann.

Á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar gleymdi íbúi að hann var að láta renna í bað og flæddi vatn því úr baðkarinu og lak niður á næstu hæð. Slökkvilið kom á vettvang og hreinsaði vatnið upp.

Í Hlíðahverfi var brotist inn í fyrirtæki og peningakassa stolið. Þjófurinn fannst skömmu síðar og var handtekinn og dvelur nú í fangaklefa.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var brotist inn í verslun. Innbrotsþjófurinn reyndi að forða sér á hlaupum en fótfráir lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku. Hann dvelur í fangageymslu.

Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað á reiðhjólum. Þeir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Stekkjarbakka. Einn ökumaður var kærður fyrir að akstur þrátt fyrir að hann hafi aldrei öðlast ökuréttindi. Hann framvísaði fölsuðu ökuskírteini sem hald var lagt á. Annar var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en um ítrekað brot var að ræða hjá viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum