fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Klikkaðir túristar reyna að láta nýja eldgosið á Íslandi drepa sig“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 09:49

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í Merardölum á YouTube í gær tók hann eftir fólki sem var hættulega nálægt hraunflæðinu. Ísak telur að um ferðamenn hafi verið að ræða en fólkið stóð á nýju hrauni, rétt hjá glóandi hrauninu.

Vísir fjallaði um málið og ræddi við Ísak sem segist hafa ákveðið að reyna að láta fólkið vita að þau væru í hættu með drónanum. Hann flaug drónanum því nálægt fólkinu svo þau myndu sjá hann. Fólkið sá svo drónann og fór skömmu síðar af hrauninu. Þar sem dróninn er appelsínugulur á litinn telur Ísak að það sé mögulegt að fólkið hafi haldið að hann væri á vegum björgunarsveita eða einhverra opinberra aðila.

Ísak birti klippuna sem hann náði af fólkinu á YouTube-síðu sinni í gær. „Klikkaðir túristar reyna að láta nýja eldgosið á Íslandi drepa sig,“ segir í heiti myndbandsins á YouTube en rúmlega 10 þúsund manns hafa séð myndbandið. Mikill fjöldi fólks þakkar Ísaki í athugasemdunum fyrir að hafa látið fólkið fara af hrauninu.

Hann hefur birt fleiri myndir frá gosstöðvum sem má skoða á YouTube-síðu hans eða með því að smella hér. Hann heldur einnig úti Instagram-síðunni Iceland.FPV en FPV stendur fyrir first person view.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum