fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Dularfull flaska kom manni í 12 mánaða fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. júlí 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur maður hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnaflutning til Íslands. Þegar hann kom hingað til lands seint í apríl á þessu ári fannst glerflaska í farangri hans sem reyndist innihalda 950 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa sem hafði 35% styrkleika. Maðurinn var að koma frá Varsjá í Póllandi. Samkvæmt matsgerð er hægt að framleiða 2,1 kg af amfetamíni úr þessu hráefni. Samkvæmt heimildum DV er söluverðmæti slíks magns af amfetamíni rúmlega 10 milljónir króna.

Maðurinn var talinn hafa flutt inn efnin til væntanlegrar söludreifingar hér á landi. Ekkert kom fram að maðurinn hafi verið eigandi efnisins né tekið þátt í skipulagningu á kaupum innflutningi þess til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Hefur hann ekki áður gerst brotlegur við lög.

Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og gert að sæta upptöku af vökvanum í flöskunni.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“