fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Dularfull flaska kom manni í 12 mánaða fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. júlí 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur maður hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnaflutning til Íslands. Þegar hann kom hingað til lands seint í apríl á þessu ári fannst glerflaska í farangri hans sem reyndist innihalda 950 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa sem hafði 35% styrkleika. Maðurinn var að koma frá Varsjá í Póllandi. Samkvæmt matsgerð er hægt að framleiða 2,1 kg af amfetamíni úr þessu hráefni. Samkvæmt heimildum DV er söluverðmæti slíks magns af amfetamíni rúmlega 10 milljónir króna.

Maðurinn var talinn hafa flutt inn efnin til væntanlegrar söludreifingar hér á landi. Ekkert kom fram að maðurinn hafi verið eigandi efnisins né tekið þátt í skipulagningu á kaupum innflutningi þess til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi. Hefur hann ekki áður gerst brotlegur við lög.

Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og gert að sæta upptöku af vökvanum í flöskunni.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin
Fréttir
Í gær

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“