fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Læknir á Heilsugæslunni í Urðarhvarfi í leyfi vegna ásakana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 12:30

Mynd: Vefsíða Heilsugæslunnar Urðarhvarfi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa birst ásakanir í Facebook-hópi á hendur heimilislækni á Heilsugæslunni Urðarhvarfi sem rekin er af félaginu Heilsuvernd.

Læknirinn býður upp á dáleiðslu meðfram hefðbundnum lækningum og hefur hlotið gott orðspor fyrir meðhöndlun vefjagigtar. Í umræðunum er hann sakaður um sérkennilega hegðun, meðal annars að óska eftir tímabókunum í gegnum Facebook Messenger.

Kona sem kemur ekki fram undir nafni og var í meðferð hjá honum sakar hann um að fengið sig til kynlífsiðkana með sér gegn vilja hennar. Önnur kona sakar hann um óeðlilega hegðun í læknisheimsókn til hans. Tekið skal fram að meint brot átti sér ekki stað við störf hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi.

DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Heilsugæslunnar Urðarhvarfi og svaraði Fríður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslunnar, fyrirspurninni skriflega:

„Heilsugæslan Urðarhvarfi var upplýst um nafnlausa ásökun á samfélagsmiðlum um starfsmann stöðvarinnar. Umræddur starfsmaður hafnar þessari ásökun, en óskaði eftir því að fara í leyfi frá störfum þar til mál skýrast frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag
Fréttir
Í gær

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Í gær

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“