fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
FókusFréttir

Eingöngu karlar spila á Rokk í Reykjavík-tónleikunum – „…meira svona Cock í Reykjavík?“

Fókus
Laugardaginn 16. júlí 2022 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. september næstkomandi er ráðgert að tónleikar sem bera yfirskriftina „Rokk í Reykjavík“ fari fram í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrir utan þá staðreynd að Rokk í Reykjavík þurfi að finna sér skjól í Hafnafirði þá hefur auglýsingaplakat tónleikanna hafi vakið mikla athygli og talsverða ólgu en þar má sjá fimmtíu karlkyns tónlistarmenn og ekki eina einustu konu eða kynsegin einstakling.

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld vakti athygli á málinu með hárbeittu tísti. „….Meira svona Cock í Reykjavík?“ skrifaði tónlistarkonan og þar með sprakk út umræða um málið á samfélagsmiðlum þar sem sitt sýnist hverjum.

Bent hefur verið á í samnefndri heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar frá árinu 1982 hafi konur verið í mun stærri hlutverkum. Tónlistarkonan Björk var í aðalhlutverki á plakatinu og hljómsveitir eins og Q4U og Grýlurnar spiluðu stóra rullu. Heimur hafi því farið versnandi.

Umræðan á samfélagsmiðlum hefur þó verið í þá átt að engar konur séu í rokkhljómsveitum í dag. Það er þó ekki allskostar rétt því fjölmargar konur spila í hljómsveitum á borð við Mammút, Börn, Vicky, Kælan mikla, Sykur, Vök og Angist svo einhverjar séu nefndar úr umræðunum á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“