fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ofurölvi knattspyrnuáhugamaður sofnaði inni á salerni rútu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 06:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi erlends manns sem var inni á salerni rútu. Rútan var að koma frá því að flytja erlenda knattspyrnuáhugamenn í flug. Þessi maður hafði drukkið of mikið áfengi og sofnaði ölvunarsvefni inni á salerni rútunnar og missti af fluginu.  Lögreglumönnum tókst að vekja hann og gekk hann sína leið.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi hafði lögreglan afskipti af konu í annarlegu ástandi á sjöunda tímanum í gær. Hún sagðist hafa verið að kaupa sér fíkniefni og hefði notað efnin. Í kjölfarið hefði hún verið við að líða út af. Taldi hún fíkniefnasalan hafa byrlað sér ólyfjan. Hún sagði fólk einnig hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang.

Um miðnætti var tilkynnt um líkamsárás í Miðborginni. Þar voru slagsmál yfirstaðin er lögreglan kom á vettvang. Einn blóðugur maður var þá á vettvangi. Frekar upplýsingar liggja ekki fyrir um málið að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt

Átta manns stefna Ísbúðinni okkar fyrir vangoldin laun – Málið sagt stefna í dómsátt
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“