fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Axel hefur fengið nóg og hækkar aldurstakmarkið á tjaldsvæðinu – Hótanir um líkamsmeiðingar og eftirlitsmyndavélar rifnar niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júlí 2022 13:50

Frá Þórisstöðum. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Helgason, ábúandi á Þórisstöðum, nálægt Akranesi, hefur tilkynnt að aldurstakmark á tjaldsvæðinu þar hafi verið hækkað upp í 25 ár og að hópasvæði við hlöðu og golfskála verði hér eftir ekki framar leigð út til partýhalds. Axel tekur þó fram að undantekningar verði gerðar á aldurstakmarkinu og fjölskyldufólk verði ávallt velkomið á svæðið.

„Það sem gerði útslagið var að hópur númer tvö í vor reif niður allar öryggismyndavélar og þau gengu þannig um að við teljum þetta fullreynt,“ segir Axel í viðtali við DV.

Hann segir að hópamyndun ungmenna á tjaldsvæðum fylgi alltaf hávaði, sérstaklega vegna bassaboxa eða hátalara sem ungmennin setji ávallt upp. „Það sem þau skilja ekki er að við erum með starfsleyfi sem kveður á um að við megum ekki vera með hávaða nema til ákveðins tíma. Þegar berast kvartanir til heilbrigðiseftirlitsins hvað varðar hávaða frá almennum gestum þá getum við hreinlega misst starfsleyfið. Við erum með mjög stórt tjaldsvæði en getum því miður ekki skipt því niður, t.d. haft ungmennasvæði öðrum megin og leyft hærri hávaðamörk. Það eru ekki bara aðrir tjaldsvæðisgestir sem kvarta undan hávaða heldur erum við með sumarbústaðaeigendur allt í kring sem vilja sitt næði. Þegar krakkarnir mæta með þessa hátalara sína þá ráðum við ekki við neitt og þó að við setjum einn hátalara í geymslu þá poppar bara upp annar hátalari.“

Axel segir ennfremur: „Við erum bara fjölskylda sem býr hérna á svæðinu og þegar við erum að fá hótanir frá drukknu fólki um líkamsmeiðingar þá er þetta ekki þess virði. Við þurftum að kalla til lögreglu nokkrum sinnum í fyrra og þetta er bara ekki það sem við ætluðum að hafa á þessum stað, heldur viljum við hafa þetta rólegt og rómantískt.“

Axel ítrekar að gerðar verði undantekningar og aðspurður segir hann að ef rúmlega tvítugt par, rólegt en barnlaust, tilkynni sig á svæðið þá fái fólkið að tjalda. En þetta getur verið snúið og ófyrirsjáanlegt eins og dæmin sanna: „Þessir samfélagsmiðlar breyta myndinni. Við höfum fengið ungt par hingað á svæðið og þau segjast bara vera tvö. Svo fara þau að birta myndir af sinni útilegu og góða veðrinu á Instagram og áður en maður veit af hafa 20 bæst við.“

Axel segir að auðvitað geti ungt fólk verið rólegt og eldra fólk verið með drykkjulæti en þau meti þetta samt þannig að þau geti ráðið við eldra fólkið en síður við ungmennin. „Við löbbum mikið um svæðið undir miðnætti til að tryggja að það sé komin kyrrð.“

Hann segir jafnframt að stundum hringi foreldrar unglinga sem komi á svæðið til að tjalda á undan þeim og þau taki alltaf vel í slíkar beiðnir og leyfi unglingunum að vera. Hins vegar séu útilegupartý framhaldsskólanna orðin vandamál sem erfitt sé að leysa. „Krakkagreyin fá hvergi inni.“ Segir hann að útilegupartý hjá Verzló fari upp í alveg 6-800 manns þó að sótt sé um að halda samkvæmi fyrir 150-200. Allir séu hvattir til að mæta og því komi mjög margir. Engir tjaldsvæðarekendur vilji hleypa Verzló að og eina ráðið sé að semja við einhvern bónda sem hafi ekki leyfi fyrir tjaldsvæði en gæti leyft þeim að tjalda á túninu sínu.

„Vandinn er sá að skólafélagaformenn eru að ljúka sínu kjörtímabili og hafa engan annan ávinning en þann að koma útilegunni á koppinn. Síðan tekur næsti árangur oft við brenndum akri,“ segir Axel sem mun ekki leyfa fleiri skólapartý á Þórisstöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat