fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. júlí 2022 19:20

Arnar Grant. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grant segist engum hafa hótað og engan beitt fjárkúgun. Hugmyndin um fébætur til handa Vítalíu Lazarevu hafi komið frá athafnamönnunum þremur sem Arnar segir að hafi beitt Vítalíu kynferðisofbeldi í sumarbústað í Skorradal haustið 2020, ekki frá honum eða Vítalíu. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV.

Þrír menn, þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafa kært Arnar og Vítalíu til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar. Áður hafði Vítalía sakað mennina um kynferðisbrot í áðurnefndri sumarbústaðarferð en hún steig fram með þær ásakanir í hlaðvarpsviðtali við Eddu Falak í upphafi árs.

Í viðtali við RÚV segir Arnar að allir hafi verið naktir í heita pottinum í sumarbústaðnum og allir hafi verið að snerta alla. Honum hafi ofboðið og viljað fara burtu, hafi hann boðið Vítalíu að koma með sér. Mennirnir hafi þá snert hana mjög ósæmilega.

Arnar segist ennfremur hvergi hafa heyrt upphæðina 150 milljónir króna í samningaviðræðum við þremenningana en þeir halda því fram að það sé sú upphæð sem Arnar og Vítalía hafi krafist.

Vítalía lýsti því einnig í viðtalinu að Arnar hefði veitt fjölmiðlamanninum Loga Bergmann kynferðislegan aðgang að henni í golfferð haustið 2021. Þessu þverneitar Arnar í viðtalinu við RÚV og segir að þarna fari Vítalía ekki rétt með. Aðspurður hvers vegna hann hafi þagað yfir þessu í hálft ár, segir Arnar:

„Hvar átti ég að byrja til að vinda ofan af þessu? Skaðinn var skeður og ég vildi bara hlífa fjölskyldunni og öðrum. Ég var hræddur við enn meira skítkast, ásakanirnar voru svo þungar að ég átti ekki von á að mér yrði trúað. Andrúmsloftið í samfélaginu var ekki vinveitt og ég vildi bara ekki fara í einhvern leðjuslag.“

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum