fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Matvælastofnun varar við hættulegu fitubrennsluefni – Hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 15:52

Mynd/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun birti í dag tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem varað er við iðnaðarefninu 2,4-Dínítrófenól, eða DNP eins og það kallast einnig, en efnið hefur verið ólöglega selt sem fitubrennsluefni. Matvælastofnun segir efnið vera hættulegt til inntöku þar sem það hafi valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum.

Efnið er því ekki leyfilegt til manneldis og ætti því ekki vera í umferð. Í tilkynningu Matvælastofnunnar kemur fram að það sé ólöglegt að selja DNP sem fæðubótarefni en þrátt fyrir aðvaranir frá ýmsum alþjóðalegum stofnunum virðist svo sem efnið ratast til einstaklinga í gegnum netverslun.

„Matvælastofnun fær váboð tilkynningar í gegnum RASFF tilkynningakerfi (The Rapid Alert System for Food and Feed).  Frá 2021 til júní 2022 hefur stofnunin fengið 3 tilkynningar um að DNP sé selt í gegnum netverslun. Á þessu sinni hafa komið tilkynningar frá Tyrklandi og Tékklandi,“ segir í tilkynningunni.

„Matvælastofnun hefur varað við notkun á DNP á heimasíðu sinni og útbúið upplýsingarsíðu um efnið, sjá nánar undir ítarefni. Með þessu vill Matvælastofnun beina því til neytenda að vera varkárir og að skoða með gagnrýnum augum þegar keypt er fæðubótarefni á internetinu.“

„Engin örugg skammtastærð til!“

Í ítarefninu kemur meðal annars fram hvernig DNP virkar en efnið hefur áhrif á efnaskipti líkamans með þeim hætti að í stað þess að orkan sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. „Við þetta hækkar líkamshiti og getur hann hækkað það mikið (e. Hyperthermia) að það getur verið banvænt,“ segir í ítarefninu.

Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar.

„Einstaklingar bregðast mjög mismunandi við efninu og erfitt er að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við og hvaða skammtur er öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir með inntöku lítils magns af efninu. Ekki eru til nein mótefni við DNP og eru sjúklingar sem neytt hafa efnisins því í lífshættu, þrátt fyrir háþróaðar læknismeðferðir. Það er engin örugg skammtastærð til!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum