fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2022 07:25

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Vladimir Pútín, forseti Rússland, hefði ekki hafið „hið brjálaða karlrembu“ stríð í Úkraínu hef hann væri kona. Orðin lét Boris falla í viðtali við þýsku fréttastofuna ZDF í tilefni af fundi G7-ríkjanna í Þýskalandi. Sagði Johnson ennfremur að leiðtogar G7-ríkjanna óskuðu sér einskis frekar en að stríðinu í Úkraínu myndi ljúka en engin lausn væri í sjónmáli eins og staðan væri núna. „Pútín er ekki að bjóða upp á neina friðarsamninga og Zelensky getur það ekki heldur,“ sagði Johnson.

Hann baunaði svo duglega á Rússlandsforseta.

„Ef þú vilt fullkomið dæmi um eitraða karlmennsku, þá eru það gjörðir hans [Pútín] í Úkraínu,“ sagði Johnson og kallaði eftir því að fleiri konur myndu komast í leiðtogastöður.

Johnson kvaðst gríðarlega ánægður með G7-fundinn og sagði að samband leiðtoga þessara öflugustu ríkja heims væri að verða „nánara og nánara“.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta, kallaði eftir því á fundi Öryggiráðs Sameinu þjóðanna í gær að Rússum yrði vikið úr bandalaginu. Zelensky ávarpaði fundinn í gegnum netið og sagði að Rússland væri orðið „hryðjuverkaríki sem fremdi dagleg hryðjuverk í Úkraínu“. Kallaði hann eftir því að Sameinuðu þjóðarinnar myndu koma á fót óháðri nefnd sem myndi rannsaka gjörðir Rússa og draga þá til ábyrgðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“