fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Gunný er harðorð: „Eiginmaður minn og fleiri hafa unnið frítt fyrir hans ráðuneyti“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. júní 2022 16:00

Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherrar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunný Magnúsdóttir er harðorð í garð ráðamanna þegar kemur að úrræðum fyrir skjólstæðinga Fangelsismálastofnunar sem eru að koma aftur út í samfélagið.

Í opinni færslu á Facebook, sem hún gaf DV leyfi til að fjalla um, bendir Gunný á að Bati góðgerðarfélagi hafi verið stofnað af eiginmanni hennar, Tolla Morthens, og fleirum eftir að Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi félagsmálaráðherra, bað hann um að koma á laggirnar hópi sem gæti bætt úrræði fyrir skjólstæðinga fangelsismálastofnunar, til þess meðal annars að mæta kröfum pyntingarnefndar Evrópuráðs sem þótti illa farið með skjólstæðinga fangelsismálastofnunar.

Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að komast út í samfélagið að nýju að lokinni afplánun bæði með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli.

Leiðin að stofnun Batahúss var meðal annars skýrsla sem starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vann árið 2019. Þar er gegnum gangandi áhersla á heildstæða og þverfaglega nálgun í málefnum einstaklinga sem hafa hlotið fangelsisdóm.

„Ég hef fengið að fylgjast með þessum hópi sem hefur lagt heilmikla vinnu í að koma ríkisstjórninni til hjálpar og koma þessu úrræði á laggirnar.

Ég hef líka orðið vitni af hroka embættismanna sem vilja halda í refsistefnuna og sýnt þessu verkefni andúð,“ segir hún.

Gunný tekur þó fram að bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómamálaráðherra, sem og Ásmundur Einar sem félagsmálaráðherra, hafi verið í miklum tengslum við hópinn og vildu styðja við félagið á allan hátt.

En nú eru aðrir ráðherrar yfir þessum málaflokkum, Guðmundur Ingi Guðbrandsson er ráðherra félagsmála, og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Ég vil minna félagsmálaráðherra á það að eiginmaður minn og fleiri hafa unnið frítt fyrir hans ráðuneyti og það hefði verið honum til sóma hefði hann séð sér fært um að sýna því virðingu og mæta á aðalfundinn sem er á morgun,“ skrifar Gunný í gær en aðalfundur Bata fer fram í dag á Grand hótel klukkan 17. „En hvorki hann né nýji dómsmálaráðherrann hafa sett sig í samband við góðgerðafélagið Bata,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“