fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Ríkið leitar að 20.000 fermetrum af skrifstofuhúsnæði fyrir stofnanir sínar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 08:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar ríkisstofnanir eru í úreltu og ósveigjanlegu húsnæði og eru Framkvæmdasýslan og Ríkiseignir (FSRE) því að leita að allt að 20.000 fermetrum af skrifstofuhúsnæði til leigu á höfuðborgarsvæðinu. Krafa er gerð um að húsnæðið þurfi að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og liggja vel við helstu samgönguæðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að nýja húsnæðið muni leysa eldra og óhentugra húsnæði af hólmi. Það er húsnæði sem hefur víða verið hólfað niður í stórar og litlar skrifstofur sem eru úr takti við þarfir og þróun á sveigjanlegu skrifstofurými nútímans þar sem opin vinnusvæði þykja góður kostur.

Einnig er ætlunin að hagræða í ríkisrekstrinum með því að koma nokkrum ríkisstofnunum saman í húsnæði. Það veitir tækifæri til að vera með sameiginlega stoðþjónustu á borð við afgreiðslu og mötuneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA