fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Lömunarveiki skýtur upp kollinum í Bretlandi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa lýst yfir neyðarástandi eftir að vísbendingar bentu til þess að veiran sem veldur lömunarveiki hafi verið að breiðast út í London. Engin tilfelli lömunarveiki hafa greinst hingað til og hættan er enn lítil. Heilbrigðisyfirvöld hafa hins vegar hvatt alla sem eru ekki fullbólusettir fyrir lömunarveiki og þá sérstaklega ung börn að fá bóluefnið sem fyrst. New York Times greindi frá þessu.

„Flestir Bretar eru með vörn í formi bólusetningar sem þeir fá sem börn en í ákveðnum hópum með lágt bólusetningarhlutfall gætu falist einstaklingar í hættu,“ sagði dr. Vanessa Saliba, ráðgefandi faraldsfræðingur hjá U.KHealth Security Agency.

Hafði verið útrýmt í Bretlandi

Síðasta staðfesta tilfelli lömunarveiki í Bretlandi var greint árið 1984 og lýst var yfir því árið 2003 að hefði náðst að útrýma sjúkdómnum í landinu. Áður en byrjað var að bólusetja Breta voru faraldrar lömunarveiki algengir þar í landi. Um átta þúsund tilfelli voru greind á hverju ári.

Erfðagreining þessara nýju sýna gefur til kynna að þau deila uppruna. Líklega koma þau öll frá einstaklingi sem kom til landsins í kringum nýárið. „Þetta sýnir að meira að segja í þróuðum löndum, þar sem hlutfall bólusettra er hátt, er enn mikilvægt að tryggja öllum börnum aðgang að bóluefni,“ sagði dr. Shahin Huseynov, starfsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Lífshættuleg í alvarlegum tilfellum

Lömunarveiki dreifist oftast með smituðum einstaklingi sem gætir ekki nægs hreinlætis og snertir síðan mat eða drykk einhvers annars. Veiran býr síðan í þörmunum og í hægðum smitaðra einstaklinga. Í allt að einu prósenti tilfella getur veiran komist í mænuna og valdið lömun.

„Veiran veldur oftast engum einkennum, um eitt af hverjum 500 börnum lamast,“ sagði dr. David Heymann, smitsjúkdómasérfræðingur hjá London School of Hygiene and Tropical Medicine, sem fór áður yfir herferð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar til að útrýma lömunarveiki.

Vafasamar bólusetningaraðferðir geta valdið faröldrum

Í Bretlandi er notað dautt efni veirunnar í bólusetningu en í sumum löndum er notuð veikluð útgáfu af veirunni til að bólusetja. Þá getur erfðaefni veirunnar lifað af í hægðum og dreifst þannig. Lömunarveiki hefur verið útrýmt alls staðar í heiminum nema í Afganistan og Pakistan, en lömunarveiki sem dreifist með þessum bólusetningaraðferðum heldur áfram að valda umfangslitlum faröldrum, sérstaklega meðal hópa þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld