fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Litháar loka fyrir vöruflutninga til Kalíningrad – Rússar hóta hefndum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 05:40

Kalíningrad. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Litháen hafa lokað fyrir vöruflutninga til Kalíningrad, sem er rússneskt yfirráðasvæði á milli Litháens og Póllands. Rússar hóta hefndum vegna þess og það vekur áhyggjur meðal stjórnmálamanna og embættismanna í Brussel.

Litháar hafa ekki bannað alla vöruflutninga, sem fara um Litháen, til Kalíningrad því bannið nær aðeins yfir þær vörur sem eru á lista Evrópusambandsins yfir vörur sem ekki má flytja til Rússlands.

Ráðamenn í Moskvu eru mjög ósáttir við þetta og utanríkisráðuneytið segir að Rússar áskilji sér rétt til að bregðast við þessu og verja þannig hagsmuni Rússlands.

The Guardian segir að þetta hafi hringt aðvörunarbjöllum í Brussel og hafi Josep Borrell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórninni, sagt að Litháar séu einfaldlega að framfylgja refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi.

Aðspurður sagðist hann alltaf hafa áhyggjur af hefnd Rússa og benti á að Kalíningrad væri ekki einangrað því ekki væri bannað að ferðast frá svæðinu til annarra hluta Rússlands. Fólk geti því ferðast á milli Kalíningrad og annarra hluta Rússlands og einnig sé hægt að flytja vörur, sem ekki eru á bannlista ESB, til Kalíningrad.

Um hálf milljón býr í Kalíningrad sem Rauði herinn náði á sitt vald undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar en svæðið hafði tilheyrt Þýskalandi. Þar er Eystrasaltsfloti Rússa með höfuðstöðvar sínar. Íbúar í Kalíningrad hömstruðu ýmsar nauðsynjavörur um helgina eftir að yfirvöld á svæðinu sögðu að Litháar væru að undirbúa sig undir að stöðva lestarsamgöngur til svæðisins og skrúfa fyrir gasleiðslur.

Dmitry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Rússar muni bregðast við þessari „ólöglegu aðgerð“. Hann sagði þetta brjóta gegn öllu og sé ólöglegt.

Íbúar í Kalíningrad þurfa að reiða sig á vöruflutninga með járnbrautarlestum frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans