fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Helmingur þjóðarinnar hefur greinst með kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 07:59

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helmingur þjóðarinnar hefur nú greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Auk þess er talsvert um óstaðfest smit þar sem fólk hefur tekið heimapróf eða ekki tilkynnt um smit. Nú greinast um 100 smit á dag.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, að töluvert fleiri hafi sýkst en þeir 188.291 sem smit hefur verið staðfest hjá. Hann sagði að nú greinist um 100 manns á dag með smit.

Hann sagði að sýkingin malli því í samfélaginu en gott hjarðónæmi hafi náðst, ef svo væri ekki væri útbreitt smit í samfélaginu.

Hvað varðar framtíðina sagðist hann halda að ástandið verði svona áfram í einhvern tíma.

Hann sagði að nú væri verið að skoða hvað verði gert í haust og hver staða bólusetninga verði þá. Þar muni þróun faraldursins ráða, hvaða afbrigði verði í gangi og hvaða bóluefni verði framleidd. „Við erum kannski í eins góðri stöðu og við getum verið, með útbreiddar bólusetningar og svo útbreiddar sýkingar ofan í það. En það er óljóst nú hversu lengi þessi vörn endist,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns