fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Börnin frá vöggustofunum leituðu á náðir vímunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2022 11:00

Skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stríðsárunum og langt fram á sjöunda áratug síðustu aldar voru reknar vöggustofur í Reykjavík, fyrir ungbörn einstæðra mæðra sem gátu ekki séð um þau. Gífurleg tilfinningaleg vanræksla á þessum börnum átti sér þar stað, sem helgaðist af ranghugmyndum um þarfir ungbarna. Margir sem dvöldust í frumbernsku á vöggustofum hafa aldrei jafnað sig á því.

Hringbraut hefur sýnt tvo áhrifamikla þætti þar sem saga vöggustofanna er rakin. Þar er meðal annars rætt við leikhúsmanninn Viðar Eggertsson sem dvaldist á vöggustofu er hann var kornungur.

„Börn sem búa við svona aðstæður sem börnum var búið þarna, þau fara ansi illa út úr því yfirleitt. Þessi gjörsamlega vanræksla á gæsku, tilfinningum og andlegri övrun,“ segir Viðar.

Einnig er rætt við Árna Kristjánsson sagnfræðing sem einnig dvaldist á þessum alræmdu stofnunum í frumbernsku. Árni greinir frá því að margir sem þarna dvöldust hafi haldið hópinn á efri árum. Segir hann aðspurður að margt af þessu fólki glími við mikla erfðleika og heilsuleysi.

„Börnin sem koma út í lífið með svona mikinn tilfinningalegan sársauka, þau kunna ekki að vinna í honum og leituðu mörg í óreglu og vímuefni, þar sem víman var kannski stundarlíkn. Fjölmargir hafa tekið eigið líf og almennt held ég að heilsa þessa hóps sé mun lakari en gengur og gerist.“

Sjá nánar í spilaranum hér fyrir neðan:

vöggustofa_DV_heilsan from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins