fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Mokuðu inn á hraðprófum – 127 milljónir í hagnað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 09:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Arctic Therapeutics, sem rekur hraðprófunina covidtest.is, hagnaðist um 127,2 milljónir í fyrra. Velta fyrirtækisins var 399,7 milljónir. Þetta var fyrsta árið sem fyrirtækið var með tekjur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ríkið hafi greitt fyrirtækinu fjögur þúsund krónur fyrir hvert hraðpróf sem fólk búsett hér á landi fór í. Þessum greiðslum var hætt 1. apríl en þá höfðu fyrirtæki, sem önnuðust hraðpróf, fengið greiddan rúmlega einn milljarð frá Sjúkratryggingum Íslands.

Arctic Therapeutics býður upp á hraðpróf í dag og kosta þau 6.980 krónur.

Hákon Hákonsson og Bandaríkjamennirnir David H. Moskowitz og Philip Harper eiga fyrirtækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“