fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Boða „gríðarlega mikilvægt“ ávarp frá Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 07:55

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur hin árlega „Economic Forum“ ráðstefna yfir í St. Pétursborg í Rússlandi en henni lýkur á laugardaginn. Þar er fjöldi rússneskra og alþjóðlegra kaupsýslumanna samankominn. Á morgun mun Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ávarpa ráðstefnuna og segja rússneskir fjölmiðlar að um „gríðarlega mikilvæga“ og „mjög áhugaverða“ ræðu verði að ræða.

Dagbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að rússneskir fjölmiðlar hafi skýrt frá þessu en hafi ekki farið nánar út í hvað Pútín ætlar að tala um.

Ráðstefnan í St. Pétursborg er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem verið hefur undanfarin ár. Margir þeirra, sem eru vanir að sækja hana, sæta nú refsiaðgerðum Vesturlanda og gera allt sem þeir geta til að forðast sviðsljósið. Margir hafa einnig sleppt því að sækja ráðstefnuna að þessu sinni af ótta við að verða beittir refsiaðgerðum ef þeir gerðu það.

Engin stór alþjóðleg fyrirtæki sendu fulltrúa á ráðstefnuna og margir fundargestir ætla heim áður en Pútín flytur ávarp sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur