fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Methækkun SS á afurðaverði til bænda – Kemur fram í verði til neytenda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sláturfélag Suðurlands, SS, mun greiða sauðfjárbændum 23% hærra verð fyrir afurðir þeirra í haust en síðasta haust. Félagið er að koma til móts við mikla hækkun rekstrarkostnaðar hjá bændum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra SS, að verið sé að koma til móts við mikla hækkun rekstrarvöru hjá bændum. Sérstaklega hjá sauðfjárbændum því áburðarkostnaður vegi hlutfallslega þyngra hjá þeim en öðrum.

Hann sagðist ekki muna eftir að afurðaverð hjá SS hafi hækkað eins mikið áður og verður nú í haust. Hann sagði að verulegur hluti þessara hækkana muni skila sér út í verð til neytenda því lítið svigrúm sé til hagræðingar hjá afurðastöðvum. Lambakjöt  muni því hækka í verði en ekki jafn mikið og afurðaverðið.

Steinþór sagði það hafa verið kappsmál afurðastöðva um langa hríð að fá undanþágu frá samkeppnislögum svo þær geti sameinað krafta sína og hagrætt í rekstrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings