fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Ásdís biðlar til almennings eftir sorglegt atvik í Hafnargötu – Skuggi yfir áfanganum eftir að umslag glataðist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 15:00

Ásdís María Gunnarsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 11. júní síðastliðinn var Ásdís María Gunnarsdóttir að halda upp á merkileg tímamót í lífi sínu. Hún hafði útskrifast stúdent frá Háskólabrú Keilis og framundan er nám í Háskóla Íslands. Ásdís snæddi með fjölskyldu sinni á veitingastaðnum Thai Keflavík við Hafnargötu í Reykjanesbæ og síðan lá leiðin í sjoppuna Extra í sömu götu.

Á leiðinni varð Ásdís viðskila við dýrmætt umslag. Utan á því stendur skrifað „Ásdís María Gunnarsdóttir“ en inni í því er kort frá föður hennar, á það er skrifað:

Til hamingju með útskriftina, ég er svo stoltur af þér. – Kveðja, pabbi

Í umslaginu voru síðan 70 þúsund krónur sem áttu að fara í að greiða skráningargjald í Háskóla Íslands.

Féð er glatað nema sá sem fann umslagið á Hafnargötu skili því í réttar hennar. Ásdís biðlar til heiðarleika og góðmennsku finnandans og biður hann um að gera það eina rétta í stöðunni, skila umslaginu með peningunum.

Þrátt fyrir þennan dimma skugga sem hvílir yfir tímamótunum er Ásdís ánægð með áfangann. „Háskólabrú er mjög þung því þetta er hraðferð og stúdentsprófið er tekið á einu ári í stað þriggja ára.“

Ásdís fékk síðan þau gleðitíðindi í gær að hún hafi náð inn í nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur nám þar í haust.

„Það er aðallega svekkjandi núna að ég þarf að finna leið til að borga skráningargjaldið,“ segir Ásdís, en 70 þúsund krónur eru há fjárhæð fyrir ungan námsmann.

Finnandi umslagsins eða hver sá sem gæti haft upplýsingar um málið er beðinn um að senda Ásdísi skilaboð á Facebook-síðu hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Í gær

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum