fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fyrstu „flóttagæludýrin“ frá Úkraínu komin til Íslands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 13:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint. iStock/ulkas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar í dag og eru þeir fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti. Von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun.

Eftir breytingar uppfyllir einangrunarstöðin nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti 4 köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun.

Eftir komu dýranna fer fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð.

Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri.

„Það er ánægjulegt að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ er haft eftir Svandísi í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu