fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þetta er maðurinn sem mun taka við af Pútín ef hann deyr

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 06:59

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómarnir um heilsufar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, eru þrálátir. Því hefur verið haldið fram að hann sé alvarlega veikur, hugsanlega dauðvona, og sumir hafa gengið svo langt að halda því fram að hann sé dáinn og tvífari hans komi fram opinberlega.

Fyrir nokkrum dögum vísaði Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, því á bug að Pútín sé veikur og hvað þá við dauðans dyr.

En hvað gerist ef Pútín deyr í náinni framtíð? Hver tekur við forsetaembættinu?

Ef Pútín deyr eða verður af einhverjum ástæðum ófær um að sinna skyldum sínum sem forseti þá kveður rússneska stjórnarskráin á um að það sé forsætisráðherrann sem komi í hans stað.

Mikhail Misjustin hefur gegn embætti forsætisráðherra síðan í janúar 2020 og tekur því við af Pútín ef hann deyr eða verður ófær um að sinna skyldum sínum.

Mikhail Misjustin. Mynd:Wikipedia.org

 

 

 

 

 

 

 

Misjustin er 56 ára hagfræðingur. Hann var forstjóri skattsins í um áratug áður en Pútín útnefndi hann sem forsætisráðherra.

Jakub M. Godzimirski, sem rannsakar málefni Rússlands hjá Norsk Institut for Udenrigspolitik, sagði í samtali við Dagbladet að Misjustin sé formlega númer tvö og muni taka við forsetaembættinu ef Pútín fellur frá. Hann sagði að völd og raunveruleg áhrif Misjustin séu takmörkuð og verði það áfram þótt hann taki við forsetaembættinu.

„Það er enginn sem trúir að Misjustin hafi komið að mikilvægum ákvörðunum, honum er haldið fyrir utan innsta hringinn þar sem menn á borð við Sergei Shoigu varnarmálaráðherra, Anton Vajno starfsmannastjóri, og Sergei Naryshkin yfirmaður SVR-leyniþjónustunnar eru,“ sagði hann.

Lítið er vitað um Misjustin. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Meduza, sem stjórnarandstæðingar reka, eru eignir Misjustin sem nemur um 7 milljörðum íslenskra króna. Hann er kvæntur og á þrjá syni. Hann hefur áhuga á íshokkíi og spilar á píanó og hefur skrifað popplög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku