fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Segja vísbendingar um uppreisn meðal rússneskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 07:01

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið mikla mannfall rússneska hersins í Úkraínu hefur eyðilegt móralinn hjá hermönnunum og vísbendingar eru um uppreisn meðal rússneskra hermanna.

Þetta er mat breskra leyniþjónustustofnana en breska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu í stöðuskýrslu sinni í gær en ráðuneytið sendir frá sér stöðuskýrslu daglega um gang mála í stríðinu í Úkraínu.

Í stöðuskýrslunni segir að Rússar hafi líklega orðið fyrir miklu og eyðileggjandi mannfalli meðal lágtsettra hermanna og einnig meðal yfirmanna á millistigi.  Fram kemur að þrýstingur frá Kreml á háttsetta herforingja smiti út frá sér á vígvellinum þar sem óraunhæfar væntingar séu gerðar til rússnesku hermannanna og það hefur miklar afleiðingar að mati Bretanna.

Þeir segja að þessi þrýstingur verði til þess að herdeildarforingjar muni líklega sjá til þess að rússnesku hersveitirnar haldi sókn sinni áfram en það feli í sér mikla hættu á enn meira mannfalli. Ástæðan fyrir þessu er að sögn ráðuneytisins að mikil ábyrgð sé lögð á herdeildarforingjana hvað varðar árangurinn á vígvellinum.

Bretarnir telja að hið mikla mannfall hafi áhrif á móral rússnesku hermannanna og vilja þeirra til að berjast. Segja þeir að upplýsingar hafi borist um uppreisnir meðal hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“