fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Haukur gagnrýndur fyrir ummæli um dóminn yfir Gísla – Segir brotið ekki eins alvarlegt og látið hefur verið af

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. maí 2022 16:55

Haukur Birgisson (f.v.) og Gísli Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálamaðurinn Gísli Hauksson, annar stofnenda Gamma Capital Management, var þann 17. maí síðastliðinn sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Hann hafði verið ákærður fyrir að veitast að fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2020. Fram kom í í ákærunni að Gísla væri gefið að sök að hafa tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og hafi fallið í gólfið.

Þegar konan hörfaði inn í herbergi er Gísli sagður hafa farið á eftir henni og gripið ítrekað um handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Þetta hafði þær afleiðingar að hún tognaði og hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk fjölda yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi.

Saksóknari krafðist aðeins 60 daga fangelsis yfir Gísla og varð það dómsniðurstaðan að hann var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Mörgum þykir dómurinn vægur og hefur hann vakið gagnrýni.

Segir refsinguna endurspegla alvarleika brotsins

Í viðtali við Vísir.is í morgun segir Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla, að refsingin endurspegli brotið sem kannski sé ekki eins alvarlegt og af hefur verið látið:

„Þessi refsing endurspeglar bara alvarleika brotsins, sem gefur til kynna að árásin hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af. Í fjölmiðlum var alltaf talað um að þarna væri sex ára refsirammi og þá er kannski eðlilegt að fólk hneykslist á því og spyrji af hverju skuli vera að dæma tveggja mánaða refsingu fyrir brot sem hefur sex ára refsiramma. Refsingin gefur auðvitað til kynna alvarleika árásarinnar, að hún hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af.“

Þessi ummæli Hauks hafa vakið nokkra gagnrýni á netinu í dag og meðal þeirra sem lagt hafa þar orð í belg er fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir, sem segir á Twitter:

„Alvarleiki brotsins er tiltekinn í atvikalýsingunni. Hann játaði. Taktu þessa bromance gaslýsingu og trodd’enni. Óþarft fyrir lögmann að ítreka brotið gegn brotaþola með því að láta sem hvítt sé svart. Þetta er skjalfest. Þið megið ekki lemja. Face it.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla