fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Biskup tók séra Davíð á teppið – „Harkaleg og ósmekkleg skrif“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 25. maí 2022 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur veitt séra Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal vegna skrifa hans á Facebook í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar og eru skrif Davíðs þar kölluð „harkaleg og ósmekkleg“.

„Biskup Ísland hefur gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi.

Prestum þjóðkirkjunnar ber að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. Í ljósi þessa hefur biskup Ísland veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups.

Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda.“

Agnes lýsti því yfir í samtali við mbl.is í gær að ummæli Davíðs, um að flokksmenn Vinstri grænna eigi vísa vist í helvíti, stangist á við siðareglur presta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag að málið sé litið mjög alvarlegum augum af Þjóðkirkjunni og hefi Davíð brotið siðareglur muni hann fá tiltal.

Davíð Þór fór hörðum orðum um Vinstri Græn í gær. Kallaði hann meðal annars ríkisstjórnina „fasistastjórn VG“ og sagði þau hafa ákveðið að „míga á“ barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem þau hafi logið því að hafa lögfest. Færslan var skrifuð vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart fjöldabrottvísunum sem standa til á næstunni þar sem börnum verði vísað úr landi yfir í mun verri aðstæður á Grikklandi.

„Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“

Sjá einnig: Björn Ingi skammar Davíð fyrir að hjóla í fyrrverandi sambýliskonu sína – „Presturinn sjálfur! Ömurlegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf