fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Rússar hafa í hótunum – Hóta Finnum einhverju „óvæntu“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 06:59

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa ekki tekið því vel að Finnar og Svíar hafa sótt um aðild að NATÓ en fulltrúar ríkjanna afhentu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ, umsóknir sínar í gær. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, var harðorð í gær þegar hún ræddi um þetta og sagði að svar Rússa við NATÓ-aðild Finna verði hernaðarlegs eðlis en skilgreindi það ekki nánar.

Dagbladet segir að rússneska ríkissjónvarpsstöðin Ria Novosti hafi skýrt frá þessu. „Þetta verður óvænt. Auðvitað mun ákvörðunin taka mið af öllum þáttum tengdum aðild Finnlands að NATÓ. Út frá þessum þáttum verður tekin ákvörðun en hún verður fyrst og fremst hernaðarlegs eðlis,“ sagði hún.

Maria Zakharova er eina konan sem gegnir starfi upplýsingafulltrúa (talskonu) fyrir rússnesk stjórnvöld. Hún er þjóðþekkt og þykir mjög greind og er einarður andstæðingur Vesturlanda. Hún er oft kölluð „áróðursdrottning Pútíns“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu