fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Rússar hafa í hótunum – Hóta Finnum einhverju „óvæntu“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 06:59

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa ekki tekið því vel að Finnar og Svíar hafa sótt um aðild að NATÓ en fulltrúar ríkjanna afhentu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATÓ, umsóknir sínar í gær. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, var harðorð í gær þegar hún ræddi um þetta og sagði að svar Rússa við NATÓ-aðild Finna verði hernaðarlegs eðlis en skilgreindi það ekki nánar.

Dagbladet segir að rússneska ríkissjónvarpsstöðin Ria Novosti hafi skýrt frá þessu. „Þetta verður óvænt. Auðvitað mun ákvörðunin taka mið af öllum þáttum tengdum aðild Finnlands að NATÓ. Út frá þessum þáttum verður tekin ákvörðun en hún verður fyrst og fremst hernaðarlegs eðlis,“ sagði hún.

Maria Zakharova er eina konan sem gegnir starfi upplýsingafulltrúa (talskonu) fyrir rússnesk stjórnvöld. Hún er þjóðþekkt og þykir mjög greind og er einarður andstæðingur Vesturlanda. Hún er oft kölluð „áróðursdrottning Pútíns“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim