fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Telur að NATÓ-aðild Finna og Svía geti leitt til grundvallarbreytinga í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 07:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnar og Svíar skiluðu umsóknum sínum um aðild að NATÓ til NATÓ í morgun. Með væntanlegri aðild ríkjanna munu landamæri NATÓ teygja sig frá Tyrklandi í suðri til Norðurheimskautslandsins í norðri.

Aðild Finna og Svía veitir NATÓ fjölda hernaðarlegra möguleika því löndin eru á „lykilsvæði“. Samtímis mun aðild þeirra almennt séð verða „martröð“ fyrir Rússa. Þeim hugnast að vonum illa að 1.340 km landamæri landsins að Finnlandi verði landamæri NATÓ-ríkis. Þeim hugnast heldur ekki að sænska strandlengjan við Eystrasalt verði NATÓ-svæði.

Steen Kjærgaard, majór og hernaðargreinandi við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að nú stefni í að Norðurlöndin verði sameinuð í samvinnu NATÓ í Eystrasalti og að öryggi Eistlands, Lettlands og Litháens verði nú trúverðugra en áður. Segja mega að Rússar standi andspænis NATÓ allt frá Tyrklandi til Norðurheimskautslandsins. „Þetta er það sem Rússar hræðast mest. Þetta þýðir að NATÓ verður í allt annarri stöðu gagnvart Rússlandi. Ég get ekki annað en hugleitt, í stórum dráttum, hvort þetta verði kannski upphafið að grundvallarbreytingum í Rússlandi,“ sagði hann.

Hann sagði að engin vafi leiki á að Rússar muni bregðast við umsóknum Finnlands og Svíþjóðar. Það verði pólitísk orðræða og hótanir nú þegar. Rússar muni bregðast harkaleg við, pólitískt séð.

Hann sagði að líkurnar á að Rússar ráðist á Finnland og/eða Svíþjóð með herafli séu nánast engar en ekki sé hægt að útiloka annarskonar árásir. Það geti verið tölvuárásir, dreifing áróðurs og rangra upplýsinga, brot gegn fullveldi ríkjanna, flutningur vopna nær landamærum ríkjanna og dularfullir atburðir.

Kjærgaard sagði að það muni ekki þjóna hagsmunum Rússa að hefja vopnakapphlaup. Hann sagði að við getum verið á leið inn í það sem muni leiða til hruns Rússlands. Það gerist ef þeir bregðast við NATÓ-aðild Finna og Svía með því að hefja nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup þá muni þeir tapa til langs tíma litið því þeir etji þá kappi við öll ríku löndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar