fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Dagur borgarstjóri auglýsti kosningarnar á Eurovision-twitter – „Stressaður?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2022 21:18

Dagur hefur verk að vinna í landsmálum að mati Staksteina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið undir hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem berst fyrir því að halda meirahluta, og mögulega starfi sínu, í sveitarstjórnarkosningunum sem enn standa yfir. Allt bendir til þess að mjótt verði á munum og Dagur, eins og eflaust aðrir frambjóðendur, er því með öll net út.

Athygli vakti að borgarstjóri henti inn hvatningu til mögulegra kjósenda á Twitter og merkti hana með hashtagginu #12stig sem venjulega er aðeins ætlað undir Eurovision-tengd tíst.

„Rétt rúm klukkustund í lokun kjörstaða í Reykjavík – stefnir í hnífjafnar kosningar – nýtum kosningaréttinn! Og sjálfsagt að kjósa í Eurovision í gegnum símann í leiðinni! Koma svo!“ skrifaði Dagur og hvatti fólk til dáða.

Segja má að menntaskólaneminn og aktívistinn Jón Bjarni hafi kjarnað hugsanir netverja saman með einfaldri spurningu til Dags.

„Stressaður?“

Borgarstjóri neitaði því og vísaði lóðbeint í reynslubankann. Hvert atkvæði telur.

„Peppaður – en vann einu sinni stúdentakosningar á fimm atkvæðum. Hættum ekki að hringja og minna fólk á að kjósa fyrr en kjörstaðir lokuðu. Þekkti þessa fimm kjósendur öll með nafni. Brosi enn við minninguna. Miklu meira í húfi nú,“ svaraði Dagur.

Hér má lesa samskiptin á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“