fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Héraðssaksóknari fellir niður mál gegn Aroni Einari og Eggerti

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 13. maí 2022 17:56

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál er varðar kæru íslenskrar konu á hendur knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni fyrir nauðgun. Þetta staðfestir Einar Oddur Sigurðsson lögmaður Arons Einars  í samtali við DV.

Einar segir að tilkynning frá héraðssaksóknara hafi borist þess efnis í dag. Konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ segir Einar Oddur í samtali við DV en Aron og Eggert sendu frá sér yfirlýsingar síðasta haust og neituðu sök í málinu.

Sú sem lagði fram kæruna hefur nú einn mánuð til að fara fram á það við ríkissaksóknara að málið sé skoðað nánar.

Aron Einar er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann hefur verið úti í kuldanum hjá íslenska landsliðinu eftir að málið kom upp. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður FH en honum var gert að stíga til hliðar um miðjan apríl vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi