fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Héraðssaksóknari fellir niður mál gegn Aroni Einari og Eggerti

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 13. maí 2022 17:56

Aron Einar Gunnarsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál er varðar kæru íslenskrar konu á hendur knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni fyrir nauðgun. Þetta staðfestir Einar Oddur Sigurðsson lögmaður Arons Einars  í samtali við DV.

Einar segir að tilkynning frá héraðssaksóknara hafi borist þess efnis í dag. Konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ segir Einar Oddur í samtali við DV en Aron og Eggert sendu frá sér yfirlýsingar síðasta haust og neituðu sök í málinu.

Sú sem lagði fram kæruna hefur nú einn mánuð til að fara fram á það við ríkissaksóknara að málið sé skoðað nánar.

Aron Einar er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann hefur verið úti í kuldanum hjá íslenska landsliðinu eftir að málið kom upp. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður FH en honum var gert að stíga til hliðar um miðjan apríl vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“