fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Nýjar vendingar í níðstangarmálinu – „Við þorum ekki að vera heima“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. apríl 2022 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er formaður Landssambands hestamannafélaga og er með hesta á Skrauthólum. Þessu er augljóslega beint gegn okkur!“ segir Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 við Esju, í samtali við DV.

Níðstöng með dauðum hrosshaus hefur verið reist á svæðinu. Á skrauthólum er rekið Sólsetrið, andleg stofnun sem Linda Mjöll Stefánsdóttir stofnaði. Undanfarið hafa nágrannar Sólsetursins lýst yfir megnri óánægju með sambýlið við íbúa á Sólsetrinu og kvartað undan miklu ónæði.

Er DV hafði samband við Lindu í morgun vissi hún ekkert um níðstöngina. Guðni segir að Linda sé ekki vandamálið: „Linda sjálf er ekki vandamálið. Heldur þessi starfsemi og fjöldi manns sem heldur þarna til og kallar sig skrauthólafjölskylduna. En hún lifir auðvitað á þessu.“

Bendir Guðni á að 15 manns búi á Sólsetrinu og einn íbúanna hafi haft í hótunum við nágranna í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um Sólsetrið.

Sjálfur er Guðni staddur erlendis en hann segir að Kristjana eiginkona hans hafi flúið að heiman í dag með börn og hunda hjónanna.

Níðstöngin er óneitanlega ógnvekjandi. Ofan í kjafti hrossins er upprúllað blað. Aðspurður segir Guðni á á blaðið sé ritað óskiljanlegt ljóð.

„Og enn gera yfivöld ekkert,“ segir Guðni og er langþreyttur á sambýlinu við íbúa Sólsetursins.

Ekki náðist í Lindu Mjöll Stefánsdóttur við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi