fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Vinur Pútíns og fjölskylda hans fundust látin – Fjölskylduharmleikur eða verk utanaðkomandi?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. apríl 2022 11:00

Vladislav Avayev er einn hinna látnu olígarka. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn fundust lík Vladislav Avayev, 51 árs, eiginkonu hans, hinnar 47 ára Yelena, og dóttur þeirra, hinnar 13 ára Maria, í lúxusíbúð þeirra í Moskvu. Skotsár voru á þeim öllum.

Sky News segir að samkvæmt fréttum rússneskra ríkisfjölmiðla hafi það verið elsta dóttir hjónanna, Annastasis 26 ára, sem fann líkin. Hún hafði ekki náð sambandi við fjölskylduna og fór því til að kanna með hana og fann þau öll látin.

Svo virðist sem Avayev, sem var vinur Vladímír Pútíns og fyrrum embættismaður í Kreml, hafi skotið mæðgurnar áður en hann skaut sjálfan sig.

Lögreglan segist vera að rannsaka hvort málið tengist vinnu Avayev eða einkalífi hans.

Á heimilinu fundust 13 skotvopn, þar á meðal eitt sem var í hönd Avayev, en fjölskyldan bjó í lúxusíbúð á fjórtándu hæð. Íbúðin er er metin á margar milljónir dollara.

Avayev var áður varaformaður stjórnar Gazprombank sem er stærsti banki Rússlands. Hann hætti skyndilega störfum þar, sagði sjálfur upp. Hann var einnig í mikilvægri stöðu innan stjórnar Pútíns en þar stýrði hann mikilvægri deild að sögn Sky News.

Margar kenningar hafa verið settar fram um ástæðu harmleiksins. Þar á meðal hefur því verið varpað fram að Avayev hafi myrt mæðgurnar því hann hafi verið reiður yfir því að Yelena hafi verið barnshafandi eftir bílstjóra fjölskyldunnar. En misvísandi fréttir hafa borist af því hvort hún hafi í raun verið barnshafandi.

Nágranni fjölskyldunnar sagði að hugsanlega hafi Avayev og fyrirtæki hans átt í fjárhagserfiðleikum vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.

Annar nágranni fullyrti að Avayev hafi ekki verið fær um að fremja morð og sagðist telja að fjölskyldan hafi verið myrt. „Hann var nörd. Hann hafði enga ástæðu til að gera þetta. Hann var ríkur, snjall. Það er útilokað að maður af því tagi fremji morð,“ sagði nágranninn og bætti við að hugsanlega hafi fjölskyldan verið myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí