fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Nýjasta vopn Pútíns – Getur eytt Frakklandi í einni svipan

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 17:30

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússland á nú að hafa náð að skjóta upp eldflaug sinni er kennd er við Satan. Um er að ræða eldflaug sem getur skotið allt að 12 kjarnorkusprengjum í einu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að umrædd eldflaug sé góð áminning „fyrir þá sem voga sér að hóta Rússlandi“.

Eldflaugin er kölluð Satan 2 en hún getur flogið tæpa 10 þúsund kílómetra og gæti eyðilagt svæði á stærð við Frakkland í einni svipan. Samkvæmt rússneskum ríkisfjölmiðlum tókst tilraunaflug eldflaugarinnar með prýði. Samkvæmt The Sun er eldflaugin er afar hraðskreið en hún er sögð hafa flogið um 5.800 kílómetra leið á einungis 15 mínútum.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands montaði sig af því í dag að eldflaugin getur komist í gegnum hvaða eldflaugavarnakerfi sem er. „Þetta flug var fyrsta prófið. Þegar eldflaugin hefur lokið öllum prófum mun hún fara í notkun,“ segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

Pútín sat í makindum sínum í Moskvu, höfuðborg Rússlands, er hann horfði á tilraunaflug eldflaugarinnar í gegnum myndbandsbúnað. Eftir tilraunaflugið hélt Pútín tölu og hélt því fram að umrædd eldflaug ætti sér enga líka og að það yrði svoleiðis í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða