fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður stal frá íbúum Hrafnistu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 11:00

Mynd/mannvit.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem fædd er árið 1997, og starfaði á dvalarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík, hefur verið sakfelld fyrir ítrekaða þjófnaði frá íbúum heimilisins. Dómur féll í máli konunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Brot konunnar voru töluvert umfangsmikil og ófyrirleitin. Hún stal reiðufé úr herbergjum íbúanna og tók einnig kort frá þeim, komst yfir öryggisnúmer og notaði kortin til úttekta í verslunum.

Eru þetta samtals fimm brot sem varða þjófnaði úr herbergjum íbúa dvalarheimilisins en upphæðirnar nema samtals nokkuð yfir hálfa milljón króna.

Konan var einnig sakfelld fyrir að sett rangt skráningarnúmer á bíl sem hún ók um götur Reykjavíkur þar til lögregla stöðvaði hana.

Konan játaði brot sín skýlaust og var samvinnuþýð við rannsókn málsins. Veitti hún meðal annars heimild til húsleitar á heimili sínu. Var þetta virt henni til refsilækkunar.

Konan var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“