fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rússneskir hermenn tjá sig um stríðið – „Það eina sem ég vil gera núna er að drepa mig“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 05:51

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er vika liðin síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Sókn þeirra hefur ekki gengið eins og áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir. Fréttir hafa borist af því að rússneski herinn glími við vandamál í birgðaflutningum og einnig sé baráttuvilji hermanna lítill. Þá hafa úkraínskar varnarsveitir veitt harða mótspyrnu, miklu meiri en Rússar áttu von á.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla þá er baráttuvilji margra rússneskra hermanna lítill sem enginn. The Telegraph fjallaði um hljóðupptökur af samskiptum rússneskra hermanna í fremstu víglínu en þeir ræða saman í ýmsum fjarskiptakerfum. Segir blaðið að miðað við upptökurnar þá bendi margt til að aðgerðir Rússa séu ekki vel skipulagðar og hermennirnir eru sagðir gráta á meðan á bardögum stendur.

Það er ShadowBreak, breskt fyrirtæki, sem komst inn í fjarskipti rússnesku hermannanna. Á upptökunum má að sögn heyra fyrirmæli um að sprengjuárásir verði gerðar á úkraínska bæi og kvartanir hermanna yfir birgðaskorti. Á einni myndbandsupptöku sjást hermenn að sögn ganga til baka til Rússlands frá Úkraínu.

„Það eina sem ég vil gera núna er að drepa mig,“ er einn rússneskur hermaður sagður hafa skrifað til móður sinnar.

Eins og DV skýrði frá fyrr í vikunni þá eru margir rússnesku hermannanna ungir að árum og vita jafnvel ekki hvað þeir eru að gera í Úkraínu.

„Mamma, þeir sögðu að okkur yrði vel tekið“ – Skömmu síðar var ungi rússneski hermaðurinn dáinn

The Telegraph segir að eftir því sem háttsettur starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafi sagt þá sé rússneski herinn byggður upp á ungum hermönnum sem séu illa undir innrásina búnir. Sumir eru sagðir hafa gert göt á bensíntanka farartækja sinna til að tryggja að þeir komist ekki til átakasvæðanna.

Á einni upptökunni er hermönnum sagt frá áætlun um að „hylja bæ með stórskotaliðsskothríð“ en þá minnir einn hermannanna liðsforingjann á að fyrst þurfi að leyfa óbreyttum borgurum að yfirgefa bæinn og óhlýðnast þannig fyrirmælum yfirmannsins. Á annarri upptöku heyrist maðurinn, sem sagði frá áætluninni um að skjóta á bæinn, öskra: „Við erum búnir að vera hér í þrjá daga! Hvenær í fjandanum verður þetta tilbúið?“

Samuel Cardillo, hjá ShadowBreak, sagði í samtali við The Telegraph að upptökurnar sýni að rússnesku hermennirnir séu ráðalausir og viti ekki hvert markmiðið sé: „Á tímum heyrðum við þá (rússneska hermenn, innsk. blaðamanns) gráta á meðan á orustum stóð, tímabil þar sem þeir svívirtu hver annan – greinilega ekki merki um góðan móral. Það voru atvik þar sem þeir skutu á hver annan, það voru atvik þar sem þeir urðu að flytja lík til bækistöðva sinna. Oft heyrðist að þeir voru ekki mjög ánægðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum