fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fréttir

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. febrúar 2022 03:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gærkvöldi þá fundust lík þeirra sem létust í flugslysinu á Þingvöllum á botni Þingvallavatns í gærkvöldi. Ekki verður hægt að ná þeim upp fyrr en veðurskilyrði verða hagstæðari.

Þeir sem létust í voru:

Haraldur Diego en hann var flugstjóri vélarinnar. Hann var fimmtugur. Haraldur rak fyrirtækið Volcano Air Iceland. Hann hafði starfað sem flugmaður og ljósmyndari árum saman. Hann var einnig formaður AOPA, sem er hagsmunafélag flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og hann var ritstjóri Flugsins, sem er tímarit um flugmál.

Josh Neuman 22 ára Bandaríkjamaður. Hann var þekktur áhrifavaldur og hjólabrettamaður. Hann var með rúmlega eina milljón fylgjenda á YouTube þar sem hann hafði birt myndbönd frá 12 ára aldri. Hann var ferðaðist víða um heim og var mikill ævintýramaður.

Nicola Bellavia, 32 ára, áhrifavaldur og ævintýramaður frá Belgíu.

Tim Alings, 27 ára Hollendingur, starfaði í markaðsdeild Suspicious Antwerp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir heilbrigðiskerfið þvælast fyrir sér og krefur Ölmu um úrbætur

Segir heilbrigðiskerfið þvælast fyrir sér og krefur Ölmu um úrbætur
Fréttir
Í gær

Miklum verðmætum stolið frá Benedikt – „Grunsamlegur maður hlýtur að hafa sést á ferðinni“

Miklum verðmætum stolið frá Benedikt – „Grunsamlegur maður hlýtur að hafa sést á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“