fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Félag fréttamanna lýsir yfir áhyggjum vegna lögregluyfirheyrslna yfir blaðamönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 11:05

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Félag fréttamanna lýsir yfir áhyggjum og undrun yfir því að lögreglan á Norðurlandi skuli kalla blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu og veita þeim stöðu sakborninga vegna starfa þeirra við blaðamennsku,“ segir í yfirlýsingu sem Félag fréttamanna hefur sent frá sér.

Tilefnið eru þau tíðindi að fjórir blaðamenn hafa fengið stöðu sakbornings hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra vegna gagnaleka úr síma Samherjaskipstjórans Páls Steingrímssonar. Félag fréttamanna undirstrikar að samkvæmt Hæstaréttardómum hafi blaðamenn rétt til að vinna fréttir up úr gögnum sem þeim berast ef þær varða almannahagsmuni. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Málavextir eru enn óljósir, en lögreglan hefur tilkynnt að minnsta kosti fjórum blaðamönnum, þeim Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks á Ríkisútvarpinu, Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni á Stundinni, Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni Kjarnans, og Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans, að þau séu grunuð um brot gegn friðhelgi einkalífsins, vegna þess að þau hafi skrifað fréttir unnar upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem sjálft kallaði sig skæruliðadeild.

Dómar Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu hafa á undanförnum árum staðfest rétt íslenskra blaðamanna og nauðsyn þess að þeir vinni fréttir úr gögnum sem þeim berast, eigi þau erindi við almannahagsmuni. Þá ber blaðamönnum ótvíræð lagaleg skylda til að vernda heimildarmenn sína, hvort sem þeir hafa veitt upplýsingar með lögmætum eða ólögmætum hætti.

Blaða- og fréttamenn víða um heim búa við síauknar ógnanir og ofsóknir, bæði af völdum stjórnvalda, skipulagðra glæpasamtaka og stórfyrirtækja. Tveir blaðamenn hlutu á síðasta ári friðarverðlaun Nóbels, fyrir baráttu sína fyrir fjölmiðlafrelsi í löndum sínum. Í rökstuðningi dómnefndarinnar kom fram, að frelsi fjölmiðla til að miðla staðreyndum og réttum upplýsingum væri forsenda lýðræðis og friðar í ríkjum heims. Ísland hefur á undanförnum árum fallið niður lista samtakanna Reporters Without Borders vegna bágrar stöðu fjölmiðla hér, nú síðast niður í 16. sæti, meðal annars vegna þess að Samherji „skipulagði herferð árið 2020 til að varpa rýrð á blaðamenn sem fjallað höfðu um fréttamálið (um athæfi fyrirtækisins í Namibíu)“.

Nú hefur lögreglan á Norðurlandi boðað blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu fyrir að fjalla um þessa sömu herferð. Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við þessa blaða- og fréttamenn, og lýsir áhyggjum og undrun yfir því að þeir skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp