fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Svæsin matareitrun eftir hangikjötsveislu á Íslendingabar á Tenerife – „Ég hef aldrei séð barnið mitt æla svona rosalega“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. desember 2022 17:12

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem stór hluti matargesta á Íslendingabarnum Nostalgia á Tenerife á jóladag hafi veikst hastarlega eftir hangikjötsveislu á staðnum. Rætt er um málið í Facebook-hópnum Tenerife tips!.

Annar eigandi staðarins, Herdís Hrönn Árnadóttir, segir í umræðunum um þetta að hún vilji endurgreiða öllum sem urðu veikir þetta kvöld: „Það urðu nokkrir veikir , og því mögulegt að einhver hangikjötsrullan verið ekki í lagi. Erum að skoða þetta með framleiðandanum. Eða hvort um ælupest hafi verið að ræða.“ Bendir Herdís á að ælupest hafi verið að ganga hjá fólki sem ekki var á Nostalgíu-barnum.

Þátttakendur í urmæðunum, sem voru snæddu á Nostalgíu á jóladag telja útilokað að hér geti verið um ælupest að ræða. Ein segir: „Það er ekki sjens að þetta sé ælupest, þar sem tveir aðilar byrjuðu að æla á nákvæmlega sömu mínútu hjá okkur. Meðgöngutími hjá ælupest er líka 1-2 sólarhringar. Það getur því eiginlega ekki verið að fólkið sem sat þarna saman hafi allt smitast af ælupest nokkrum klst. síðar.“

„Við erum nýlega búin með ælupest á okkar heimili en ég hef aldrei séð barnið mitt æla svona rosalega og með eins miklar magakvalir eins og þetta kvöld. Hann ældi og kúgaðist stöðugt frá kl 22:20-04 um nóttina. En þetta eru auðvitað ekkert sem hægt er að gera í eftir á, en gott að fá matinn endurgreiddan,“ segir konan sem byrjar þessa umræðu.

Uppstúfið en ekki hangikjötsrúlla?

Einn maður greinir frá því að hann hafi aðeins einn af sex manna hópi ekki veikst. Hann hafi líka verið sá eini í hópnum sem bragðaði ekki á uppstúfinu. Leiðir hann því líkur að því að uppstúfið hafi valdið veikindunum en ekki hangikjötsrúlla eins og eigandi staðarins telur líklegt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm