fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Kynlífsmyndbandið: Slökkviliðsmaðurinn afhjúpaður og rekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 19:16

T.v: Skjáskot úr umræddu myndbandi. T.h: Myndin tengist fréttinni ekki beint, almenn sjúkrabifreið. (Mynd/Ernir)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna máls sem DV greindi frá í gær og varðar kynlífsmyndband sem tekið var upp í sjúkrabifreið í Reykjavík.

Í tilkynningunni kemur fram að starfsmaðurinn sem í hlut átti, karlmaður sem átti mök við konu í sjúkrabíl, hafi verið rekinn. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) fékk nafnlausa ábendingu um að kynlífsmyndband hafi verið tekið upp í sjúkrabíl á vegum liðsins. Ábendingin var tekin alvarlega og farið í að rannsaka málið innanhúss. Við fyrstu skoðun var ekki hægt að staðfesta málið með þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Eftir að málið fór í fjölmiðla í gær komu fleiri ábendingar sem hægt var að fylgja eftir.

Í kjölfar nánari rannsókna kom því miður í ljós að starfsmaður hjá SHS bar ábyrgð á þessu myndskeiði. Málinu er formlega lokið gagnvart honum og starfar hann ekki lengur hjá SHS. Við erum algjörlega miður okkar að allt það frábæra starfsfólk sem starfar hjá SHS, vinnustaðurinn og okkar störf hafi verið dreginn inn í mál af þessu tagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar