fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Efling dæmd til að greiða þremur konum miskabætur – Uppsagnirnar löglegar en aðferðirnar harkalegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 22:45

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír dómar voru kveðnir upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem stéttarfélaginu Eflingu var stefnt vegna uppsagna árið 2018, rétt eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir varð formaður félagsins og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri þess.

Þrjár konur sem sagt var upp stefndu félaginu. Niðurstaða dómsins var að uppsagnirnar hefðu verið löglegar en aðferðirnar við þær harkalegar og var félagið af þeim sökum dæmt til að greiða konunum miskabætur.

Ein konan krafðist 16 milljóna króna. Héraðsdómur mat kröfuna allt of háa en dæmdi Eflingu til að greiða konunni 700 þúsund krónur vegna þess að hún hefði fengið ólögmæta áminningu í starfi.

Önnur kona  krafðist 30 milljóna en fékk 900 þúsund krónur vegna grófra ásakana sem hún varð fyrir í fjölmiðlum og var sá fréttaflutningur á grunni leka úr Eflingu.

Þriðja konan krafðist 20 milljóna. Dómurinn taldi hæfilegar bætur vera 400 þúsund krónur til hennar vegna mjög harkalegra aðfara við uppsögnina en henni var fylgt út af vinnustaðnum í augsýn annarra starfsmanna.

Dómana má lesa hérhér og hér

Efling sendir frá sér yfirlýsingu

Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins. Þar kemur fram að Efling hugleiði nú með lögmönnum sínum hvort áfrýja skuli dómunum til Landsréttar. Bent er á að uppsagnirnar hafi verið dæmdar löglegar og langstærstum hluta krafna starfsmannanna fyrrverandi hafi verið hafnað:

„Héraðsdómur Reykjavíkur hefur birt dóma í málum sem höfðuð voru af hálfu þriggja fyrrum starfsmanna skrifstofu Eflingar. Upphaf málanna má rekja til ársins 2018.
Í dómunum þremur var staðfest að uppsagnir þeirra starfsmanna sem gerðu kröfur á hendur Eflingu voru lögmætar, enda voru uppsagnirnar í samræmi við viðeigandi kjara- og ráðningarsamninga. Þetta þýðir að tugmilljón króna kröfum þeirra á hendur Eflingu var hafnað og staðfesta dómarnir þannig jafnframt að Eflingu bar á engan hátt að verða við slíkum kröfum.
Í tveimur málanna var því haldið fram að stjórnendur Eflingar hefðu gerst sekir um einelti í garð starfsmanna, en í dómnum var niðurstaðan sú að sýkna af kröfum sem á því byggðu.
Í málunum voru einnig gerðar kröfur um greiðslu miskabóta að fjárhæð kr. 5.000.000 í hverju máli fyrir sig. Fallist var á að Efling skyldi greiða lítið brot af þeirri fjárhæð í hverju máli. Rökstuðningur í dómunum fyrir því er byggður á mismunandi og matskenndum sjónarmiðum í hverju máli fyrir sig og atvikum í hverju máli. Í því sambandi ber að taka fram að niðurstaða um miskabætur byggist ekki á því að Efling hafi brotið gegn réttindum starfsmanna á neinn hátt, heldur er staðfest að gætt var að ákvæðum kjara- og ráðningarsamninga við uppsagnirnar. 
Efling telur að þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar í málunum varðandi miskabætur séu a.m.k. ekki rétt að öllu leyti. Þannig voru t.d. dæmdar miskabætur vegna framkvæmdar uppsagnar sem sýnt var fram á að hefði verið að öllu leyti til samræmis við ráðgjöf fagaðila í mannauðsmálum, auk þess sem í öðru málanna virðist sem Efling sé látin bera ábyrgð á umfjöllun ótengds aðila í fjölmiðlum. 
Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómunum eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað.
F.h. Eflingar – stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“