fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. desember 2022 11:53

T.v: Skjáskot úr umræddu myndbandi. T.h: Myndin tengist fréttinni ekki beint, almenn sjúkrabifreið. (Mynd/Ernir)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu segist líta alvarlegum augum mál sem varðar meinta upptöku á erótísku efni í sjúkrabifreið hérlendis. Upplýsingafulltrúi SHS staðfestir að ábending hafi borist um málið inn á borð byggðarsamlagsins og að málið hafi verið rannsakað. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ekkert benti til þess að bifreiðin væri í eigu eða rekstri hjá SHS.

„Ekkert sem bendir til að þetta sé sjúkrabifreið í notkun hjá okkur“

Á dögunum barst DV ábending um að íslensk kona og maður hafi tekið upp klámefni í sjúkrabíl í eigu slökkviliðsins. Var konan í hlutverki sjúklings í myndbandinu en maðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns. Sendandanum var verulega misboðið yfir því að farartæki sem notað væri til að flytja slasað og veikt fólk væri vettvangur slíkrar framleiðslu.

Í kjölfar fyrirspurnar DV til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti Ásdís Gíslason, upplýsingafulltrúi SHS, að byggðarsamlaginu hefði einnig borist sambærileg ábending. Málinu hafi verið tekið alvarlega og það umsvifalaust skoðað innanhúss. Niðurstaðan hafi verið sú að þótt að greinilega sé um sjúkrabifreið að ræða þá sé ekki hægt að fullyrða að hún sé í rekstri byggðarsamlagsins.

„Það er ekkert sem bendir til að þetta sé sjúkrabifreið í notkun hjá okkur,“ segir  Ásdís í skriflegu svari.

Hún segir vert að benda á að sjúkrabifreiðar séu í notkun um land allt og þá hafi margar slíkar bifreiðar verið seldar undanfarið með þeim innréttingum sem í þeim eru. „Málið var og er tekið alvarlega hjá SHS.  Okkur þykir mjög miður að vera dregin inn í þessa umræðu.“

Skjáskotin úr myndbandinu.

Áhyggjufullur borgari

Aðilinn sem sendi DV ábendinguna um tilvist myndbandsins segir að sér sé verulega misboðið vegna þess að sjúkrabifreið sé vettvangur slíkrar framleiðslu og einnig ef sjúkraflutningamenn séu þátttakendur í slíku.

„Get ég átt von á því að ef ég þarf sjúkrabíl að nýbúið sé að stunda kynlíf í honum?“

Eins og fyrr segir hefur SHS skoðað málið og ekkert bendir til að umrædd sjúkrabifreið sé í þeirra eigu. Annaðhvort hefur myndbandið verið tekið upp í sjúkrabifreið sem er í rekstri úti á landi eða þá að framleiðendurnir hafa fengið aðgang að sjúkrabifreið sem SHS hefur selt frá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe