Á sjötta tímanum var ung kona stöðvuð þegar hún fór út úr verslun með ýmsar vörur án þess að greiða fyrir. Er hún sögð hafa gert þetta áður.
Tvær bifreiðar lentu út af Þingvallavegi í kringum miðnætti. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í öðru óhappinu. Mikil hálka var á þessum slóðum.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi og einn fyrir að vera ekki með gild ökuréttindi.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt á stigagangi fjölbýlishúss í gærkvöldi. Þar voru höfð afskipti af konu og hald lagt á ætluð fíkniefni.