fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sorg og samhugur í Grindavík eftir hvarf skipverjans – „Það var mikið um faðmlög eftir messuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. desember 2022 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit hefst brátt að nýju að skipverjanum sem féll útbyrðis í Faxaflóa í gær. Bænamessa var í Grindavíkurkirkju í gærkvöld en maðurinn er búsettur þar.  DV ræddi við Ragnar Rúnar Þorgeirsson sem er fyrrverandi stjúpfaðir mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn.

Ragnar segir að bænastundin í Grindavíkurkirkju hafi verið mjög áhrifamikil. Hann lofar stjórn útgerðarfélagsins Vísis og forstjóra Samherja, Þorstein Má Baldvinsson, fyrir að hafa tekið þátt í messunni og sýnt samhug sinn.

„Það var smekkfull kirkja og mikið um faðmlög eftir messuna. Þetta var voðalega indælt. Það mættu allir í stjórninni hjá Vísi og sjálfur Samherjaforstjórinn kom líka. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim fyrir þetta,“ segir Ragnar.

„Svo eftir messuna fórum ég og strákarnir mínir heim til hans og tókum utan um konuna hans og fólkið þar,“ segir Ragnar en mikill samhugur er meðal Grindvíkinga vegna þessa sorglega atburðar. „Ég er sjómaður sjálfur og veit að hættan er alls staðar á sjónum og maður þarf að passa sig svakalega,“ segir Ragnar.

Ragnar segir fólk hafi kunnað mjög vel að meta þann samhug og þá virðingu sem stjórnendur útgerðarfélaganna Vísis og Samherja sýndu með því að vera viðstaddir messuna. „Þetta var alveg til fyrirmyndar hjá stjórninni og forstjóra Samherja og ég ber mikla virðingu fyrir þeim fyrir að hafa gert þetta.“

Sem fyrr segir heldur leitin að skipverjanum áfram í dag, hún hefst að nýju þegar birta tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“