fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segja að Vladimir Pútín hafi lent í slysi – Brákaði á sér rófubeinið og varð brátt í brók

Pressan
Föstudaginn 2. desember 2022 16:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, er sagður hafa fallið niður stiga á heimili sínu síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt umfjöllun Daily Mail á leiðtoginn að hafa runnið til og fallið niður sjö þrep með þeim afleiðingum að hann brákaði á sér rófubeinið og missti hægðir.

Upplýsingar miðilsins eru hafðar eftir umdeildri Telegram-rás sem hefur deilt ýmsum upplýsingum um Pútín og innrás Rússa í Úkraínu, þar á meðal upplýsingum um heilsufar forsetans og sögusögnum um krabbamein sem hann á þjást af. Engar sannanir hafa þó verið birtar fyrir fullyrðingunum.

Slysið á að hafa átt sér stað fyrir framan lífverði forsetans. Hann á að hafa runnið til í stiganum, fallið niður fimm þrep, rúllað yfir á hliðina og síðan fallið niður tvö þrep til viðbótar. Þegar í stað var kallað á lækna til að gera að meiðslum forsetans en fyrst þurfti að styðja Pútín inn á baðherbergi og þrífa hann eftir slysið.

Þá kemur fram í fréttinni að rannsakað verði hvernig slysið gat átt sér stað en Pútín gengur um í sérstökum skóm sem eiga að koma í veg fyrir að hann geti runnið til auk þess sem stiginn á heimili hans er talinn öruggur.

Pútín á að hafa sloppið við alvarleg meiðsl eftir byltuna og fékk aðeins uppáskrifuð verkjalyf í kjölfarið. Daginn eftir var hann myndaður við heimsókn í rússneska verksmiðju og var ekki sýnilegt að hann hefði orðið fyrir einhverju hnjaski.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir