fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Rosalegt myndband úr morgunumferðinni – Barn á rafhlaupahjóli varð næstum fyrir bíl í Kópavogi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 11:14

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að barn hefði orðið fyrir bíl í Kópavogi í morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi úr myndavél á mælaborði, sem tekið var á Vatnsendavegi skammt frá Kórnum, þá kemur bíll aðvífandi að hringtorgi þegar að barnið þýtur yfir gangbraut á rafhlaupahjóli án þess að gæta að sér eða stoppa og líta til beggja hliða. Atvikið átti sér stað um kl. 08.20 í morgun og því var mjög dimmt úti og skyggni lélegt.

Atvikið átti sér stað hér um kl.8.20 í morgun

Þökk sé árvekni bílstjórans slapp barnið með skrekkinn en hljóðin í lok myndbandsins, sem í fyrstu hljóma eins og árekstur hafi átt sér stað, eru blessunarlega hlutir í bílnum sem hentust til þegar bílstjórinn nauðhemlaði.

Bílstjóranum, sem vill ekki láta nafn síns getið, var eðli málsins samkvæmt verulega brugðið við atvikið og upplifaði allskonar tilfinningar.

„Ég var mjög feginn að hafa sloppið við að keyra á hann/hana en upplifði svo reiði yfir því að krakkar séu ekki að gefa okkur í umferðinni tækifæri á því að stoppa fyrir þeim. Það vill enginn keyra á einhvern,“ segir bílstjórinn.

Fleiri sögur af hættulegri hegðun barna á slíkum hjólum hafa borist ritstjórn og því er ljóst að skynsamlegt væri ef  foreldrar ræða við börn sín sem nota slík hjól til að ferðast í og úr skóla, sérstaklega um hvernig eigi að fara yfir umferðagötur.

Hér má sjá umrætt myndband:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Hide picture