fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Landsréttur staðfesti dóm í Hornafjarðarmálinu – Kona sakfelld fyrir kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. desember 2022 20:30

Frá Höfn í Hornafirði. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms yfir miðaldra konu frá Hornafirði sem sakfelld var fyrir kynferðisbrot gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019.

Konan var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 350.000 krónur í miskabætur.

Málið olli mikilli ólgu á Hornafirði vegna þess að konunni var hvorki vikið frá störfum né sett í leyfi eftir að brotið var kært.

Sjá einnig: Ólga á Hornafirði eftir kynferðisbrot konu

„Konurnar voru báðar í stjórnunarstöðum í félagslega kerfinu á Hornafirði. Gerandinn var framkvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar sem rekin var af sveitarfélaginu. Eftir atvikið á Rauðarárstígnum kom þolandinn ekki aftur til starfa á Hornafirði en gerandinn hélt störfum áfram eins og ekkert hefði í skorist. Samkvæmt heimildum DV var hún ekki send í leyfi og því síður var henni vikið frá störfum, eftir að bæjarstjórn barst vitneskja um atvikið, né eftir að kæra var lögð fram skömmu eftir atvikið. Hins vegar urðu breytingar á högum ákærðu af öðrum ástæðum í marsmánuði síðastliðnum og gegnir hún núna skrifstofustarfi hjá stofnuninni  Vigdísarholt og hefur ekki mannaforráð. Tekið skal fram að ekki var ákært í málinu fyrr en um það leyti sem þessar breytingar voru gengnar í gegn, en ákæra var gefin út þann 25. mars,“ sagði í frétt DV um málið í október í fyrra.

Ennfremur sagði í fréttinni:

„Atvikið átti sér stað í vinnuferð nokkurra kvenna frá Hornafirði til Reykjavíkur. Konurnar tvær deildu harkalega um vinnutengd málefni en eftir að þær höfðu tekið á sig náðir bankaði gerandinn upp á hjá þolandanum og leitaði sátta. Lyktaði þeim samskiptum með því að þær lögðust báðar til svefns í rúmi þolandans. Hún vaknaði síðan við það um nóttina að gerandinn hafði tekið um hönd hennar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar þolandinn gaf til kynna að hún vildi þetta ekki strauk hún henni utanklæða frá brjóstum niður á læri. Er þolandinn færði sig út á brún rúmsins og vafði utan um sig sænginni lagði hin konan andlit sitt upp að andliti hennar og sagði:  „Við skulum bara hafa það kósý. Er þetta ekki gott? Er þetta ekki bara bara kósý?““

Landsréttur segir í sinni niðurstöðu að orðin sem konan lét falla, um kósýheit, hafi verið mjög meiðandi vegna þess samhengis sem þau voru sögð í, þ.e. þau hafi verið látin falla samtímis og í tengslum við ósamþykkta og óvelkomna snertingu af kynferðislegum toga.

Fyrir utan miskabæturnar situr hin sakfellda uppi með málskostnað í málinu, þar á meðal allan áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Eru þetta allt í allt um fjórar milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Í gær

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Í gær

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn