fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 15:49

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að vísa máli Guðmundar Karls Snæbjörnsson, sérfræðings í heimilislækningum, gegn Lyfjastofnun frá dómi. Þetta kemur fram í úrskurði dómstólsins sem birtur var á heimasíðu hans fyrir stundu.

Synjað fjórum sinnum

Guðmundur Karl höfðaði málið gegn Lyfjastofnun í mars á þessu ári en hann freistaði þess að fá úrskurð heilbrigðisráðuneytisins,  um bann við að ávísa ormalyfinu Ivermectin til Covid-sjúklinga, felldan úr gildi.

Í úrskurðinum kemur fram að Guðmundur Karl hafi fjórum sinnum um mitt ár 2021 óskað eftir leyfi til að framvísa Ivermectin-lyfinu í 3 mf töfluformi til skjólstæðinga sem meðhöndlun gegn Covid-19 sjúkdómnum og í öll skiptin verið synjað um það.

Ávísaði sjálfum sér lyfinu

Áður hafði Guðmundur Karl ávísað sjálfum sér lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómnum.

Lyfjastofnun veitti Guðmundir Karli ekki leyfi fyrir því að ávísa Ivermectin meðal annars á þeim grundvelli að það sé aðeins samþykkt sem meðferð gegn þráðormasýkingu í meltingarvegi, sem meðferð vegna forlirfa í blóði og vegna kláðamaurs. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti þann úrskurð og því höfðaði Guðmundur Karl málið.

Ítarlegan dóm málsins geta lesendur kynnt sér hér en ákvörðun dómstólsins var að vísa málinu frá dómi sem og að fella niður málskostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos