fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 15:49

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að vísa máli Guðmundar Karls Snæbjörnsson, sérfræðings í heimilislækningum, gegn Lyfjastofnun frá dómi. Þetta kemur fram í úrskurði dómstólsins sem birtur var á heimasíðu hans fyrir stundu.

Synjað fjórum sinnum

Guðmundur Karl höfðaði málið gegn Lyfjastofnun í mars á þessu ári en hann freistaði þess að fá úrskurð heilbrigðisráðuneytisins,  um bann við að ávísa ormalyfinu Ivermectin til Covid-sjúklinga, felldan úr gildi.

Í úrskurðinum kemur fram að Guðmundur Karl hafi fjórum sinnum um mitt ár 2021 óskað eftir leyfi til að framvísa Ivermectin-lyfinu í 3 mf töfluformi til skjólstæðinga sem meðhöndlun gegn Covid-19 sjúkdómnum og í öll skiptin verið synjað um það.

Ávísaði sjálfum sér lyfinu

Áður hafði Guðmundur Karl ávísað sjálfum sér lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómnum.

Lyfjastofnun veitti Guðmundir Karli ekki leyfi fyrir því að ávísa Ivermectin meðal annars á þeim grundvelli að það sé aðeins samþykkt sem meðferð gegn þráðormasýkingu í meltingarvegi, sem meðferð vegna forlirfa í blóði og vegna kláðamaurs. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti þann úrskurð og því höfðaði Guðmundur Karl málið.

Ítarlegan dóm málsins geta lesendur kynnt sér hér en ákvörðun dómstólsins var að vísa málinu frá dómi sem og að fella niður málskostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli