fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

„Þrítugir“ tvíburar mánaðargamlir – Nýbakaði faðirinn var aðeins fimm ára þegar fósturvísarnir voru frystir

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 1. desember 2022 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburarnir Lydia og Timothy Ridgway eiga mánaðarafmæli, fædd 31. október 2022, í Oregonfylki í Bandaríkjunum.  En það sem aðgreinir litlu krúttin frá öðrum, svo til nýfæddum börnum, er að það eru hvorki meira né minna 30 ár frá því að fósturvísar tvíburanna voru frystir.

Er um heimsmet að ræða en eldra met var 27 ár.

Tvíburarnir eru þrítugir eða mánaðargamlir – allt eftir hvernig á er litið.

Davíð, Vigdís og tiu vefsíður

Svona til að setja hlutina í samhengi má nefna að árið 1992, árið sem fósturvísarnir voru frystir, var George Bush, hinn eldri, forseti Bandaríkjanna, John Major var forsætisráðherra Bretlands og Davíð Oddsson gegndi sama embætti hér á landi.

Bush inn eldri var við völd í Bandaríkjunum.

Vigdís Finnbogadóttir var forseti,internetið samanstór af tíu vefsíðum (í dag eru 2 milljarðar) og Rhythm Is A Dancer var vinsælasta lag Íslands, ef einhver man eftir þeim ágæta smelli.

Vigdís Finnbogardóttir var forseti.

Framlag Íslands til Júróvisjón var Nei eða já með þeim Siggu Beinteins og Sigrúnu Evu og lenti í afar virðingarverðu sjöunda sæti.

Stórfurðulegt ferli

Foreldrar tvíburanna eru þau Philip and Rachel Ridgeway og sagði Philip í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN að allt ferlið hafi verið stórfurðulegt en undravert.

Philip var fimm ára þegar að fósturvísarnir voru frystir og grínast hann með að tvíburarnir sé langelstu börnin þeirra þrátt fyrir að vera nýfædd. Hjónin eiga fjögur önnur börn á aldrinum tveggja til átta ára en ekkert þeirra kom í heiminn með hjálp gjafaeggs, gjafsæðis eða tæknifrjóvgunar.

Ridgeway hjónin ættleiddu fósturvísana.

Sigga Beinteins og Sigrún Eva stóðu sig með prýði í Júróvisjón.

Lágu svo að segja gleymdir

Eggin kom upphaflega frá 34 ára gamalli konu og sæðið fá 50 ára karlmanni, eftir því sem best er vitað fyrir barnlaus hjón, sem af einhverju ástæðum afþökkuðu síðan fósturvísana. Þeir voru því settir í frysti í frjósemisklíník þar sem þeir þeir voru allt til árið 2007.

Þeir voru þá gefnir stofnun sem kallar sig The National Embryo Donation Center í Tennessee, sem gróflega mætti þýða landsmiðstöð fósturvísagjafa. Sú er ekki rekin í hagnarskyni, er að sögn vefsíðu byggð á kristnum gildum, og reynir að finna pör til að taka við „munaðarlausum“ fósturvísum til að forða að þeim verði eytt.

Státar stofnunin sig af því að 1260 börn séu nú komin í heiminn, þökk sé prógramminu.

Það getur aftur á móti ekki hver sem er fengið fósturvísa hjá stofnunni, aðeins er tekið við umsóknum frá giftum einstaklingum – verða þau að samanstanda af líffræðilega fæddum kristnum karlmanni og  konu sem hafa verið gift að lágmarki í þrjú ár.

Ridgeway hjónin, sem gjarna vildu bæta í barnahópinn og voru hrifin að hugmyndafræði stofnunarinnar, uppfylltu öll ofangreind skylirði.

Treystu guði

Hjónin segjast ekki hafa verið að reyna að slá eitthvað met, þau hafi aftur á móti óskað eftir að fá fósturvísa sem af einhverju ástæðum hafi „ekki gengið út.” Þau fengu ekki að sjá nein ártöl, aðeins númer sem fósturvísum er úthlutað og eðlilega gerðu þau ráð fyrir að eftir því sem númerið væri lægra, væru fósturvísarnir eldri. Og það eru einmitt þeir elstu sem fæstir vilja af ótta við löng geymsla hafi á einhvern hátt „skaðað“ þá eða „skemmt.“

Hjónin eru alsæl með tvíburana.

Samkvæmt gögnum frá hinu virta John Hopkins er almenna reglan að öruggt sé að frysta fósturvísa í tíu ár en sú tala sé hugsanlega mun hærri, það hafi einfaldlega ekki verið rannsakað nótu ítarlega til að gefa upp vísindalega ábyrgan árafjölda.

En hjónin segjast hafa lagst á bæn og guð leiðbeint þeim um að velja „lága“ tölu, sem skilaði sér í fullkomlega heilbrigðum tvíburum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tugir íslenskra barna fá offitulyf

Tugir íslenskra barna fá offitulyf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði